Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2019 | 07:16

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn varð T-16 á KCAC#1

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í Bethany Swedes tóku þátt í KCAC#1 mótinu, sem fram fór í Crestview CC í Wichita, Kansas, dagana 18.-19. mars 2019 og lauk í gær.

Þátttakendur voru 54 frá 9 háskólum.

Birgir Björn varð T-16 í einstaklingskeppninni, lék á samtals 17 yfir pari, 161 höggi (83 78).

Birgir Björn var á næstbesta skori í liði sínu, sem hafnaði í 5. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á KCAC#1 með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Bethany Swedes er 1. apríl í Missouri.