Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2018 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn T-8 og Gunnar T-24 á Tabor Fall Inv.

Birgir Björn Magnússon, GK og Gunnar Blöndahl Guðmundsson, GKG og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Bethany Swedes tóku þátt í Tabor Fall Invitational mótinu, sem fram fór 15.-16. október sl.

Leiknir voru tveir hringir á Sand Creek Station golfvellinum, í Newton, Kansas.

Þátttakendur voru 63 frá 9 háskólum.

Birgir Björn lék á samtals 7 yfir pari, 149 höggum (75 74) og varð T-8 þ.e. deildi 8. sætinu með 2 öðrum kylfingum.

Gunnar Blöndahl Guðmundsson

Gunnar lék á samtals 15 yfir pari, 157 höggum (80 77) og varð T-24 þ.e. deildi 24. sætinu með liðsfélaga sínum, Ben Wolfman.

Bethany Swedes varð í 4. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Birgis Björns, Gunnars og Bethany Swedes verður 22.-23. október í Texas.