Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2022 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn og félagar urðu T-6 á Desert Mountain í AZ

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í háskólaliði Southern Illinois „The Salukis“ urðu T-6 á Desert Mountain Collegiate háskólamótinu.

Mótið fór fram 5.-6. mars 2022 á Desert Mountain Outlaw Course, í Scottsdale, Arizona (AZ).

Þátttakendur voru 88 frá 16 háskólum.

Birgir Björn lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (75 76 74) og varð T-34 í einstaklingskeppninni.

Hann var á 2-3 besta skori The Salukis.

Sjá má lokastöðuna á Desert Mountain Collegiate með því að SMELLA HÉR: 

Birgir Björn og félagar spila næst 27.-29. mars n.k. í Alabama.