Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2018 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn og Bethany urðu í 1. sæti á KCAC nr.1!

Birgir Björn Magnússon, GK og lið hans Bethany Swedes í Kansas lönduðu 1. sætinu í fyrra móti KCAC, sem fram fór 19.-20. mars sl. í Crestview CC í Wichita, Kansas.

Þátttakendur voru 50 frá 8 háskólum.

Birgir Björn varð T-9.

Hann lék á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (84 73).

Lið Birgis í bandaríska háskólagolfinu, Bethany Swedes, lönduðu 1. sætinu í mótinu!!!

Næsta mót Birgis Björn og Bethany Swedes  er viðureign við Colorado State University, í Pueblo, Colorado 9. apríl nk.