Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2020 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & félagar luku keppni í 14. sæti

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í Southern Illinois tóku þátt í Seminole Intercollegiate.

Mótið fór fram dagana 22.-23. febrúar sl. í Golden Eagle golfklúbbnum í Tallahassee, Flórída.

Birgir Björn átti ekki sitt besta mót; lék á samtals 20 yfir pari, 236 höggum ( 77 77 82) og varð í 69. sæti í einstaklingskeppninni. Hann var á 4. besta skorinu í liði sínu.

Lið Southern Illinois varð í 14. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Seminole Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Southern Illinois er í Arizona 7. mars n.k.