Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2022 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & félagar í 3. sæti á Pizza Hut Pat Hicks Inv.

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar hans í Southern Illinois þ.e. „The Salukis“ eins og liðið er nefnt höfnuðu í 3. sæti á fyrsta móti vorannar: Pizza Hut Pat Hicks Inv.

Mótið fór fram á Sunbrooke golfvellinum í St. George, Utah, dagana 11.-13. febrúar 2022.

Þátttakendur voru 92 frá 14 háskólum.

Birgir Björn varð T-23, þ.e. deildi 23. sæti með 5 öðrum keppendum í einstaklingskeppninni með skori upp á 1 yfir pari, 217 höggum (76 69 72).

The Salukis höfnuðu í 3. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Pizza Hut Pat Hicks Inv. með því að SMELLA HÉR: