Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn er T-3 á KCAC svæðismótinu e. 2. dag!!!

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar hans í Bethany háskólanum í Kansas eru nú við keppni á KCAC svæðismótinu, sem fram fer á Buffalo Dunes golfvellinum í Garden City, Kansas, dagana 23.-24. apríl og lýkur því í dag.

Þátttakendur eru 43 frá 8 háskólum.

Birgir Björn, sem er busi í háskólanum fær að keppa sem einstaklingur á svæðismótinu!

Hann er T-3 þ.e. jafn félaga sínum úr Bethany, Scott Farrall í 3. sæti mótsins!!! Glæsilegur árangur þetta hjá Birgi Birni.

Þó Birgir Björn sé ekki í liði Bethany er liðið í 1. sæti í mótinu!!!! Hefði Birgir verið í liði Bethany væri hann á 2.-3. besta skori liðsins.

Sjá má stöðuna á KCAC svæðismótinu með því að SMELLA HÉR: