Einn yngsti klúbbmeistari Keils, Birgir Björn Magnússon, 16 ára, 2013
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn T-21 og Stefán T-52 á Park Fall Inv.

Birgir Björn Magnússon, klúbbmeistari GK 2012 og 2017 og Stefán Sigmundsson, GA og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í Park Fall Invite, sem fram fór dagana 23.-24. október s.l.

Mótið er jafnframt síðasta mótið á haustönn og Bethany Swedes, lið strákanna, keppir ekki að nýju fyrr en á nýju ári, 2018.

Þátttakendur voru 74 frá 14 háskólum.

Mótsstaður var The National Golf Club of Kansas City í Parkville, Missouri.

Birgir Björn lék á samtals 22 yfir pari, 164 höggum (86 78) og deildi 21. sætinu, með 2 öðrum (þ.e. varð T-21).

Stefán lék á samtals 35 yfir pari, 177 höggum (86 91) og deildi 52. sætinu, með 3 öðrum (þ.e. varð T-52).

Bethany háskóli sendi tvö lið til keppni; Bethany sem Bigir Björn lék með varð í 4. sæti og Bethany B sem Stefán lék með varð í 8. sæti.

Sjá má lokastöðuna á Park Fall Invite með því að SMELLA HÉR: