Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn lauk keppni í 43. sæti á Pinecrest Int.

Birgir Björn Magnússon, GK keppti á Pinecrest Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 12.-13. mars 2018 og lauk í dag.

Þátttakendur voru 60 frá 11 háskólum.

Lið Birgis, Bethany, hafnaði í 1. sæti, en Birgir Björn keppti ekki í liði Bethany að þessu sinni heldur sem einstaklingur.

Samtals lék Birgir á 159 höggum (81 78) og varð í 43. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Birgis og Bethany er mánudaginn nk.