Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2015 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind og UNCG í 19. sæti á Mountain View Collegiate

Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG tóku þátt í Mountain View Collegiate, sem fram fór dagana 20.-21. mars s.l.

Berglind lék á samtals 17 yfir pari, 233 höggum (79 78 76). Hún varð T-95 í einstaklingskeppninni og á 4. besta heildarskori UNCG.

UNCG varð í 19. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Mountain View Collegiate með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Berglindar og UNCG verður Bryan mótið í Norður-Karólínu sem fram fer 3.-5. apríl n.k.