Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2015 | 02:30

Bandaríska háskólagolfið: Berglind og UNCG í 13. sæti e. 2. dag 3M Jaguar mótsins

Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG, taka þátt í 3M Jaguar Intercollegiate mótinu, sem fram fer í Forest Hills golfklúbbnum í Augusta, Georgia.

Mótið stendur dagana 13.-15. mars 2015 og þátttakendur eru 74 frá 13 háskólum.

Berglind er samtals búin að spila á 14 yfir pari, 156 höggum (76 80) og er sem stendur T-51. Hún er á 2. besta heildarskori UNCG, sem er í 13. sæti í liðakeppninni.

Mótið er 54 hola og verður loka hringurinn spilaður í dag.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: