Berglind Björnsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GR 2013. Mynd: UNCG
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Berglind og UNCG höfnuðu í 17. sæti á Lady Paladin mótinu

Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG luku leik í gær á Lady Paladin Invitational mótinu í Greenville, Suður-Karólínu, en gestgjafi er Furman háskóli, fyrrum háskóli Ingunnar Gunnarsdóttur, GKG.

Mótið stóð dagana 21.-23. september og lauk því í gær en þátttakendur í mótinu voru 96 frá 18 háskólum.

Berglind lék á samtals 27 yfir pari, 243 höggum og varð í 87. sætinu í einstaklingskeppninni.

Berglind var á 4. besta skori UNCG og taldi skor hennar í 17. sætis árangri UNCG í liðakeppninni.

Næsta mót Berglindar og UNCG er Forest Oaks Fall Classic í Greensboro N-Karólínu  (þ.e. á heimavelli UNCG) og hefst mótið 29. september n.k.

Sjá má lokastöðuna í  Lady Paladin Invitational mótinu með því að SMELLA HÉR: