Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2011 | 13:30

Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björnsdóttir, GR og Ingunn Gunnarsdóttir, GKG taka þátt í Lady Pirate Intercollegiate.

Í dag og í gær fer fram í Greenville Country Club, í Norður-Karólínu,  tveggja daga mót í bandaríska háskólagolfinu: Lady Pirate Intercollegiate. Í mótinu taka þátt Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og Berglind Björnsdóttir, GR.

Þátttakendur eru 103 frá 20 háskólum.

Í gær voru spilaðir 2 hringir og var skor Ingunnar (76 81) og Berglindar (82 77).  Ingunn er í 71. sæti fyrir lokahringinn, sem spilaður verður í dag og Berglind í 80. sæti.

UNCG háskólinn sem Berglind er í er í 2. sæti en Furman háskóli Ingunnar er í 6. sæti í liðakeppninni.

Til þess að fygjast með stöðunni í mótinu smellið hér: LADY PIRATE INTERCOLLEGIATE