Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2011 | 09:45

Bandaríska háskólagolfið: Berglind, GR og Ingunn, GKG, luku leik á Lady Pirates

Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG bætti sig með hverjum hring á Lady Pirates Intercollegiate mótinu í Norður-Karólínu, sem lauk í gær. Berglind spilaði hringina 3 á samtals +18 yfir pari (82 77 75) þ.e. samtals 234 höggum.  Berglind deildi 62. sætinu með 3 öðrum.

Ingunn Gunnarsdóttir

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og Furman var spilaði í sama móti en var langt frá sínu besta. Hún spilaði hringina 3 á +24 (76 81 83) samtals 240 höggum og deildi 82. sætinu með stúlku frá College of Charleston, Regina Rosas.

UNCG háskóli Berglindar varð í 4. sæti en Furman háskóli Ingunnar deildi 8. sætinu með James Madison háskóla.

Þátttakendur í mótinu voru 103 frá 20 háskólum.

Sjá má úrslit í Lady Pirate Intercollegiate mótinu með því að smella hér: LADY PIRATE