Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2014 | 12:10

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Haraldur Franklín báðir á 3 yfir pari e. 1. dag Reunion mótsins þegar leik var frestað

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State og Haraldur Franklín Magnús, GR og The Raging Cajuns, golflið Louisiana Lafayette hófu í gær keppni í Reunion Intercollegiate mótinu, en þetta mót er það síðasta á dagskránni fyrir svæðismótið.

Mótið fer fram í Reunion Golf Country and Club í Madison, Mississippi og stendur dagana 14.-15. apríl 2014.  Þátttakendur eru 75 frá 15 háskólum.

Axel og Haraldur eru báðir búnir að spila á 3 yfir pari og á Axel óloknar 7 holur og Haraldur Franklín 8 holur en ekki tókst að ljúka leik í gær vegna veðurs.  Báðir eru sem stendur í 41. sæti mótsins en eiga eftir að klára 1. hring sinn.

Mótið sem upprunalega átti að vera 54 holna hefir verið stytt í 36 holu mót. Lokahringurinn fer fram í dag ef veður leyfir.

Til þess að fylgjast með gengi þeirra Axels og Haralds Franklíns á Reunion Intercollegiate mótinu SMELLIÐ HÉR: