Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel í 23. sæti e. 1. dag NCAA Sugar Grove Regional

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State taka þátt í  NCAA Sugar Grove Regional, sem fram fer á Rich Harvest Farmes, í Sugar Grove, Illinois.

Mótið fer fram dagana 15.-17. maí 2014. Þátttakendur eru 75 frá 19 háskólum.

Axel lék fyrsta hring í gær og lék á 4 yfir pari 76 höggum; fékk 2 fugla, 4 skolla og 1 skramba.

Axel var á besta skori Mississippi State, sem er í 10. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag  NCAA Sugar Grove Championship SMELLIÐ HÉR: