Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2016 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Aron T-11 e. fyrri dag í Hawaíi – á glæsilegu skori 67 höggum!

Aron Snær Júlíusson, GKG og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið þeirra, The Ragin Cajuns úr Louisiana Lafayette háskóla taka þátt í Warrior Princeville Makai Inv. mótinu í Princeville, Hawaíi.

Þetta er fremur stórt mót – þátttakendur eru 111 frá 19 háskólum.

Eftir fyrri dag mótsins er Aron T-11; er samtals búinn að spila á 4 undir pari, 140 höggum (73 67).

Aron Snær var á glæsilegu skori á seinni hring sínum, fyrri daginn 5 undir pari þar sem hann fékk 6 fugla og 1 skolla.

Ragnar Már er T-75; hefir leikið á 8 yfir pari, 152 höggum (71 81).

Til þess að sjá stöðuna á Warrior Princeville Makai Inv. mótinu SMELLIÐ HÉR: