Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2016 | 20:30

Bandaríska háskólagolfið: Aron Snær T-3 á sterku móti!!!

Aron Snær Júlíusson, GKG, hóf ferilinn í bandaríska háskólagolfinu stórglæsilega.

Aron ásamt Ragnari Má Garðarssyni, GKG og Louisiana tóku þátt í Sam Hall Intercollegiate, sem fór fram dagana 12.-13. september og lauk nú rétt í þessu.

Venju skv. fór mótið fram í Hattiesburg CC, í Hattiesburg, Mississippi. Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum.

Aron Snær lék á samtals 4 undir pari, 209 höggum (69 68 72). Hann deildi 3. sætinu (T-3) með Andoni Etchenique frá ULM. Stórglæsilegt!!!

Ragnar Már lauk leik T-36; lék á 4 yfir pari, 217 höggum (78 69 70) og má segja að slakur upphafshringur hafi eyðilagt fyrir Ragnari.

The Ragin Cajuns, skólalið Arons Snæs og Ragnars Más og Louisiana Lafayette varð T-6 í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Sam Hall Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: