Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2016 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Aron, Ragnar og Louisiana T-7 á David Toms e. 1. dag

Aron Júlíusson, GKG og Ragnar Már Garðarsson, GKG og The Ragin Cajuns, golflið Louisiana taka þátt í David Toms Intercollegiate, en mótið fer fram í Baton Rouge, Louisiana.

Spilaðir eru 3 hringir á 2 dögum, 8.-9. október 2016 og verður því lokahringurinn leikinn í kvöld.

Þátttakendur eru 78 frá 14 háskólum.

Eftir fyrstu tvo hringina er Aron búinn að standa sig best í liði Louisiana, hefir leikið á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (77 74) og er T-24.

Ragnar Már lék fyrstu tvo hringina á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (78 75) og er T-33.

Golflið Louisiana, The Ragin Cajuns er T-7 fyrir lokahringinn í liðakeppninni.

Til þess að sjá stöðuna á David Toms Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: