Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2017 | 14:38

Bandaríska háskólagolfið: Aron, Ragnar Már og The Ragin Cajuns luku keppni í 16. sæti á Old Waverly

Aron Júlíusson og Ragnar Már Garðarsson og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu The Ragin Cajuns frá Louisiana Lafayette háskóla tóku þátt í Old Waverly mótinu sem stóð dagana 3.-4. apríl 2017 og lauk í gær.

Þátttakendur voru 84 frá 16 háskólum.

Old Waverly Collegiate Championship, eins og mótið heitir fullu nafni, fór fram í Old Waverly golfklúbbnum í West Point, Virginíu.

Aron lék á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (73 74) og varð T-41 í einstaklingskeppninni.

Ragnar Már lék 8 yfir pari, 152 höggum (75 77)og varð T-75 í einstaklinlingskeppninni.

The Ragin Cajuns urðu í í síðasta sæti eða 16. sætinu í liðakeppninni.

Sjá má stöðuna á Old Waverly með því að SMELLA HÉR: