Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2017 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Aron og Ragnar og The Ragin Cajuns luku leik í 10. sæti

Ragnar Már Garðarsson og Aron Júlíusson, báðir í GKG og lið þeirra The Ragin Cajuns tóku þátt í UTSA Lone Star Invitational.

Mótið fór fram á Briggs Ranch golfvellinum í San Antonio, Texas.

Þátttakendur voru 80 frá 15 háskólum.

Aron lauk keppni T-41 með skor upp á 1 yfir pari, 217 högg (75 68 74) en Ragnar Már lauk keppni T-45 með skor upp á 3 yfir pari, 219 högg (72 74 73).

Lið The Ragin Cajuns varð í 10. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á UTSA Lone Star Inv. með því að SMELLA HÉR: