Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2012 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi T-6 á Conference Carolina´s Championship

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, Íslandsmeistarinn „okkar“ í holukeppni 2011 er svo sannarlega að standa sig vel í Conference Carolinas Championship. Þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum.

Mótið átti að hefjast á á sunnudaginn en var frestað þá og 36 holur spilaðar í gær. Lokahringurinn er spilaður í dag.

Eftir 2 hringi er Arnór í 6. sæti er búinn að spila samtals á 149 höggum (72 77). Arnór Ingi er á 2. besta skori liðs síns. Glæsilegt hjá Arnóri Inga!

Lið Belmont Abbey er í 3. sæti. Það er vonandi að Arnóri Inga hafi gengið jafnvel í dag!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2 hringi á Conference Carolinas Championship smellið HÉR: