Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2017 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar T-47 e. 1. dag CMU Eagle Open

Arnar Geir Hjartarson, GSS og félagar í Missouri Valley taka þátt í CMU Eagle Open.

Mótið fer fram á Hail Ridge golfvellinum í Boonville, Missouri dagana 24.-25. apríl 2017 og lýkur því í dag.

Arnar Geir lék 1. hring á 82 höggum og er T-47 – Þrír deila 47. sætinu með Arnari Geir og nokkuð fyndið að einn af þeim heitir Sergio Garcia. Þátttakendur í mótinu eru 66.

Lið Arnars Geirs, Missouri Valley B er T-4 eftir 1. dag af 12 háskólaliðum, sem keppa í mótinu.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag CMU Eagle Open með því að SMELLA HÉR: