Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2019 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar og félagar luku keppni í 4. sæti í Shootout in San Antonio

Arnar Geir Hjartarson, GSS og félagar í Missouri Valley tóku þátt í Shootout in San Antonio í Texas, dagana 4.-5. mars.

Þátttakendur voru 78 frá 14 háskólum.

Arnar Geir spilaði á samtals 26 yfir pari, 170 höggum (84 86), sem er óvenju hátt skor fyrir Arnar Geir og endaði hann í 66. sæti í einstaklingskeppninni og á 4. besta skori í liði sínu.

Lið Arnars Geirs, Missouri Valley varð í 4. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Shootout in San Antonio SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Arnars Geirs og Missouri Valley er 18. mars n.k. í Arkansas.