Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2018 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir T-8 og Missouri Valley í 1. sæti á Graceland Fall Inv.

Fimmtudaginn sl. 13. september tók Missouri Valley, lið Arnars Geirs Hjartarsonar, klúbbmeistara GSS, þátt í Graceland Fall Invite, í bandaríska háskólagolfinu.

Einungis var spilaður einn 18 holu hringur og tóku þátt 56 kylfingar frá 10 háskólaliðum.

Mótið fór fram í  Lamoni Country Club í Lamoni, Iowa.

Arnar Geir varð T-8 með skor upp á 4 yfir pari, 74 högg og reyndar voru 5 félagar hans í Missouri Valley meðal efstu 10 og varð liðið því í 1. sæti.

Sjá má úrslitin í Graceland Fall Invite með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Arnars Geirs og félaga fer fram 17. september n.k.

Aðalmyndagluggi: Arnar Geir fyrir miðju og félagar hans í Missouri Valley í í Lamoni Country Club í Iowa.  Mynd: Facebook síða Missouri Valley.