Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir lauk keppni T-21 á Evangel Spring Inv.

Arnar Geir Hjartarson, GSS og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Missouri Valley,  tóku þátt í Evangel Spring Invitational, en mótið fór fram dagana 10.-11. mars 2017 og hófst því í gær og lauk í dag.

Þátttakendur voru 70 frá 13 háskólum.

Arnar Geir lék hringina 2 á samtals 17 yfir pari, 161 höggum (77 84) og varð T-21.

Tvö lið kepptu frá Missouri Valley og luku þau keppni í efstu sætunum þ.e. 1.-og 2. sæti!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Evangel Spring Inv. SMELLIÐ HÉR: