Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir og MO Valley urðu í 2. sæti á WW Spring Inv.!

Arnar Geir Hjartarson, GSS og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í William Woods Spring Invite.

Mótið fór fram í Tanglewood golfklúbbnum, í Fulton, Missouri dagana 2.-3. apríl og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 46 frá 6 háskólum.

Arnar Geir lék keppnishringina tvo á 9 yfir pari, 153 höggum (75 78).

Hann varð T-12 ásamt tveimur öðrum keppendum, eða í 12.-14. sæti, þ.e. meðal efri þriðjungs keppenda.

Lið Arnars Geirs varð T-2 þ.e. í 2.-3. sæti í liðakeppninni!!! Flottur árangur þetta!!!

Næsta mót Arnars Geirs og félaga í Missouri Valley er 18.-19. apríl n.k.