Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2018 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir og Missouri í 1. sæti á Evangel Fall Inv.

Arnar Geir Hjartarson og lið hans Missouri Valley urðu í 1. sæti á Evangel Fall Invite sem fram fór dagana 17.-18. september á Rivercut golfvellinum í Springfield, Missouri.

Þátttakendur í mótinu voru 61 frá 11 háskólum.

Arnar Geir varð T-20 í einstaklingskeppninni á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (79 78).

Sjá má lokastöðuna á Evangel Fall Invite með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Arnars Geirs og Missouri Valley er 24. september n.k.