Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2018 | 05:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir og félagar urðu í 1. sæti á Porto Cima Inv.!

Arnar Geir Hjartarson, margfaldur klúbbmeistari GSS og lið hans í bandaríska háskólagolfinu Missouri Valley tóku þátt í Porto Cima Invitational mótinu.

Mótið fór fram í The Club at Porto Cima á Sunrise Beach í Missouri, dagana 1.-2. október 2018.

Þátttakendur voru 40 frá 7 háskólum.

Arnar Geir hafnaði í 16. sætinu í einstaklingskeppninni með skor upp á samtals 18 yfir pari, 162 höggum (79 83).

Lið Missouri Valley varð í 1. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Porto Cima Inv. með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Arnars Geirs og Missouri Valley er 15.-16. október n.k.