Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2019 | 09:40

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir og félagar urðu í 1. sæti á CBC Mustang Inv.!!!!

Arnar Geir Hjartarsson, GSS og félagar í Missouri Valley sigruðu á CBC Mustang Invitational mótið, sem fram fór 18.-19. mars sl.

Mótsstaður var the Country Club of Arkansas í Maumelle, Arkansas.

Þátttakendur voru 78 frá 14 háskólum.

Arnar Geir varð T-14, á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (77 77) og var á 5. besta skori í liði sínu.

Sjá má lokastöðuna á CBC Mustang Invitational mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Arnars Geirs og félaga er 29.30. mars nk. í Indiana.