Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2017 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir lauk keppni T-12 í Illinois

Arnar Geir Hjartarson, afrekskylfingur og klúbbmeistari GSS 2017, og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Missouri Valley, ferðuðust til Lemont Illinois og tóku þátt í Flyer Intercollegiate mótinu, sem fram fór í Cog Hill CC, dagana 2.-3. október s.l.

Keppendur í mótinu voru 64 frá 12 háskólum.

Arnar Geir stóð sig best í liði Missouri Valley, lék á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (75 82) og landaði 12. sætinu.

Missouri valley, lið Arnars Geirs hafnaði í 7. sæti í liðakeppninni.

Hér má sjá umfjöllun um frammistöðu Arnars Geirs og félaga hans í Flyer Intercollegiate mótinu á heimasíðu Missouri Valley SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna í Flyer Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: