Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir & félagar urðu í 5. sæti í Iowa

Arnar Geir Hjartarson, margfaldur klúbbmeistari GSS, og félagar í Missouri Valley tóku þátt í Northwest Iowa National Invite.

Mótið fór fram í Willow Creek golfklúbbnum í Le Mars, Iowa, dagana 16.-17. september sl.

Þátttakendur voru 56 frá 11 háskólum.

Arnar Geir lék á samtals 223 höggum (73 75 75) og varð T-24 í einstaklingskeppninni.

Lið Missouri Valley varð í 5. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Northwest Iowa National Invite með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Arnars Geirs & félaga í Missouri Valley er 23. september n.k.