Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2019 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir & félagar í 2. sæti e. fyrri dag í Kansas

Margfaldur klúbbmeistari GSS, Arnar Geir Hjartarson og félagar í Missouri Valley taka þátt í Mid South Classic mótinu, sem fram á Sand Creek Station golfvellinum, í Newton, Kansas, dagana 23.-24. september.

Þátttakendur eru 72 frá 12 háskólum.

Eftir fyrri keppnisdag er lið Arnars Geirs, Missouri Valley í 2. sæti í liðakeppninni – Vel af sér vikið!!!

Arnar Geir er T-26 í einstaklingskeppninni; búinn að spila fyrstu tvo hringina á 7 yfir pari, 151 höggi (74 77).

Sjá má stöðuna á Mid South Classic með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Lið Missouri Valley, Arnar Geir lengst t.v.