Arna Rún Kristjánsdóttir, GM. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2018 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún og félagar urðu í 2. sæti á William Beall

Arna Rún Kristjánsdóttir og félagar hennar í bandaríska háskólagolfinu í liði Grand Valley State University (GVSU) í Michigan tóku þátt í hinu árlega William Beall Fall Classic.

Mótið fór fram dagana 7.-8. október 2018 í Findlay CC í Ohio og lauk í gær.

Þátttakendur voru 90 frá 15 háskólum.

Arna Rún lék á samtals 26 yfir pari, 170 höggum (84 86) og varð T-62.

Lið Örnu Rún, GVSU, varð í 2. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á William Beall Fall Classic með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Örnu Rún og félaga er 15.-16. október n.k. í  Palm Beach Gardens, Flórída en þar tekur liðið þátt í NCAA DII National Championship Preview.

Aðalmyndagluggi: Arna Rún Kristjánsdóttir, GM. Mynd: Golf 1