Arna Rún Kristjánsdóttir, GM. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2018 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún lauk keppni í Indiana

Arna Rún Kristjánsdóttir, GM lék í fyrsta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu, með liði sínu Grand Valley State University (GVSU) í Allendale, í Michigan, dagana 9.-10. september og lauk mótinu í gær.

Fyrsta mót Örnu Rún var Ulndy Fall Invitational, sem fram fór í Prairie View golfklúbbnum, í Carmel, Indiana.

Arna Rún hafnaði í 71. sæti í einstaklingskeppninni af 85 keppendum, en hún keppti sem einstaklingur og tók ekki þátt í liðakeppninni.

Arna Rún lék betur og betur eftir því sem leið á mótið, en hún lék á samtals 32 yfir pari, 248 höggum (88 82 78).

Lið Örnu Rún, GVSU lauk keppni í 6. sæti af 15 liðum, sem tóku þátt.

Sjá má lokastöðuna í einstaklingskeppninni á Ulndy mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna í liðakeppninni í Ulndy mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Örnu Rún og félaga er 29. september n.k.