Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2022 | 01:45

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún & GVSU urðu í 3. sæti á Findlay Spring Invite

Arna Rún Guðmundsdóttir, GM og félagar í GVSU náðu þeim glæsilega árangri að verða í 3. sæti á Findlay Spring Invite.

Mótið fór fram í University Club of Kentucky í Lexington, Kentucky, dagana 21.-22. mars sl.

Þátttakendur voru 100 frá 18 háskólum.

Arna Rún varð T-19 í einstaklingskeppninni, lék á samtals 15 yfir pari, 231 höggi (77 80 74).

Sjá má lokastöðuna á Findlay Spring Invite með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Örnu Rún og GVSU er 4.-5. apríl n.k. í Tucson, Arizona.