Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2022 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún & félagar urðu í 3. sæti á Cavalier Classic

Arna Rún Kristjánsdóttir, GM og félagar í Grand Valley State University (GVSU) tóku þátt í Cavalier Classic háskóla- mótinu.

Mótið fór fram 11.-12. apríl s.l. í Glenmoor CC, í Canton, Ohio.

Þátttakendur voru 88 frá 15 háskólum.

Arna Rún varð T-28 með skor upp á 14 yfir pari, 158 högg (77 81).

Lið GVSU varð í 3. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Cavalier Classic með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Örnu Rún og félaga er 22.-24. apríl n.k.