Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2015 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Ari og Theodór Emil við keppni í Flórída

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GM eru við keppni á Argunaut boðsmótinu, sem fram fer í Tiger Point golfklúbbnum í Gulf Breeze í Flórída.

Mótið fer fram dagana 29.-31. mars 2015 og lýkur því í dag.

Þátttakendur eru 85 frá 16 háskólum.

Ari er búinn að spila á samtals 18 yfir pari, 162 höggum (78 84) og er T-61 en Theodór Emil hefir spilað á samtals 15 yfir pari  159 höggum (81 78) og situr einn í 57. sæti fyrir lokahringinn.

Lið Ara og Theodórs Emils er í 13. sæti sem stendur í liðakeppninni.

Fylgjast má með þeim Ara og Theodór Emil með því að SMELLA HÉR: