Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2015 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Ari og Theodór Emil og UAM í 3. og 5. sæti í 2 mótum!

Ari Magnússon GKG og Theodór Emil Karlsson GM hafa líkt og aðrir íslenskir kylfingar í bandaríska háskólagolfinu hafið keppnistímabilið með golfliði  háskóla síns  University of Arkansas Monticello (UAM).

Það sem af er keppnistímabilsins hafa þeir félagar keppt í 2 mótum: Great American Conference Preview og Union Fall Classic.

Í fyrra mótinu, sem fram fór 14.-15. september 2015, GAC Preview lenti golflið UAM í 5. sæti; leikið var í Lake Hefner CC í Oklahoma; Theodór Emil varð T-18 á 221 höggi (72 73 76) og Ari T-48 (79 81 73) í einstaklingskeppninni.  Sjá má úrslitin í GAC Preview með því að SMELLA HÉR: 

Í seinna mótinu Union Fall Classic varð golflið UAM í 3. sæti.  Mótið fór fram dagana 28.-29. september 2015 í Jackson CC, í Tennessee. Þátttakendur voru 46 og 8 háskólalið.  Theodór Emil náði þeim glæsilega árangri að verða T-5 í mótinu með hringi upp á samtals 147 högg (76 71) og Ari varð T-34 á samtals 157 höggum (82 75). Sjá má lokastöðuna með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Ara og Theordórs Emils og félaga í UAM er Midwestern State Inv., sem fram fer 18.-20. október í Wichita Falls CC í Texas.