Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2014 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Ari og Theodór deila 13. sætinu e. fyrri dag í Tennessee

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ, hófu leik í gær á Union Fall Classic boðsmótinu, sem fram fer í Jackson, Tennessee.

Mótið fer fram 29.-30. september og verður lokarhingurinn því spilaður í dag.

Þátttakendur eru 42 frá 8 háskólum.

Ari og Theodór léku fyrstu tvo hringina í gær á samtals 8 yfir pari, 152 höggum; Ari (75 77) en Theodór á (79 73).

Báðir deila þeir 13. sætinu og eru á 2.-3. besta skori Arkansas Monticello golfliðsins.

Arkansas Monticello er í 4. sæti í liðakeppninni og þar telur skor Íslendinganna beggja.

Sjá má stöðuna eftir fyrri dag Union Fall Classic mótsins með því að SMELLA HÉR: