Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 14:45

Bandaríska háskólagolfið: Ari lauk leik í 9. sæti og Theodór Emil í 17. sæti á Buccaneer Classic

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson tóku þátt í Buccaneer Classic mótinu, sem fram fór á North Creek golfvellinum dagana 6.-7. október og lauk í gær.

Ari lék á samtals 7 yfir pari, 217 höggum (72 74 71) og lauk leik í 9. sæti í einstaklingskeppninni.

Theodór Emil lék á samtals 13 yfir pari, 223 höggum  (74 73 76) og lauk leik jafn öðrum í 17. sæti í einstaklingskeppninni.

Golflið University of Arkansas at Monticello varð í 3. sæti af 9 háskólaliðum.

Næsta mót Ara, Theodórs Emils og félaga í Monticello er 19. október n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Buccaneer Classic SMELLIÐ HÉR: