Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2014 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Ari lauk leik í 7. sæti og Theodór Emil í 15. sæti í Mississippi

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ tóku ásamt golfliði University of Arkansas at Monticello þátt í Derrall Forman Classic mótinu, sem fram fór í Cleveland, Mississippi, dagana 18.-20. september og lauk í gær.

Þátttakendur voru 40 frá 7 háskólum.

Ari lék best allra í liði Monticello varð í 7. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 212 höggum (70 68 74).

Theodór var á 3. besta skori liðsins var T-15 í einstaklingskeppninni á samtals 215 höggum (74 70 71).

Lið Arkansas Monticello varð í 5. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót þeirra Ara, Theodórs Emils og Monticello liðsins er Union Fall Classic sem fram fer í Tennessee og hefst 26. september n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Derral Foreman Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: