Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2015 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór T-18 e. fyrri dag ULM Wallace Jones Inv.

Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State taka þátt í ULM Wallace Jones boðsmótinu.

Mótið fer fram á golfvelli Black Bear golfklúbbsins í Delhi, Louisiana, dagana 23.-24. mars og lýkur því í dag.

Þátttakendur eru 88 frá 15 háskólum.

Eftir fyrri dag er Andri Þór T-18  í einstaklingskeppninni, er búinn að spila á samtals 1 yfir pari (73 72).

Í liðakeppninni er Nicholls State í 6. sæti eftir 1. dag.

Til þess að fylgjast með Andra Þór og Nicholls State á ULM Wallace Jones Inv. SMELLIÐ HÉR: