Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2014 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Ragnar Már luku keppni á Southland Conference

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese luku keppni á Southland Conference svæðismótinu.

Mótið stóð dagana 21.-23. apríl 2014 og fór fram á golfvelli Stonebridge Ranch CC, í McKinney, Texas.

Þátttakendur voru  60 frá 12 háskólum.

Andri Þór lék á samtals á 18 yfir pari, 234 höggum (79 77 78) og varð í 35. sæti í einstaklingskeppninni. Hann var á 2. besta skori Nicholls State, sem hafnaði í 10. sæti í liðakeppninni.

Ragnar Már var ekki að finna sig í mótinu, en hann átti óvenju slaka byrjun, lék á samtals 29 yfir pari (87 79 79); var á 5. og slakasta skori McNeese og taldi skor hans ekki í 6. sætis árangri McNeese í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokahringinn á Southland Conference  SMELLIÐ HÉR: