Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2013 | 14:40

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Nicholls heyja einvígi gegn liði New Orleans Privateers í dag

Andri Þór Björnsson, GR og „hershöfðingjarnir” (ens.: The Colonels) þ.e. golflið Nicholls háskólans hefja golftímabilið í dag með því að fara í einvígi við lið the New Orleans Privateers á Atchafalaya golfvellinum í Patterson, Louisiana.

Þetta er bara 1 dags einvígi milli þessara skóla og fyrsta mót Nicholls State á keppnistímabilinu 2013-2014.

Hér má sjá skemmtilega grein á heimasíðu Nicholls þar sem m.a kemur fram að Andri Þór muni leiða lið Nicholls í þessu fyrsta móti, en Andri Þór hefir m.a. hlotið heiðursviðurkenninguna All-Southland Golfer  SMELLIÐ HÉR:

Golf 1 mun greina frá úrslitum einvígisins um leið og þau liggja fyrir.