Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2014 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór lauk keppni T-9 í Alabama

Andri Þór Björnsson, GR og félagar í golfliði Nicholls State, The Colonels, tóku þátt í ASU Fall Beach Classic, sem fram fór í Penninsula Golf Club, Golf Shores, Alabama.

Mótið hófst í 3. nóvember 2014 og lauk í gær 4. nóvember 2014.

Þátttakendur voru 48 frá 8 háskólum.

Andri Þór lék  samtals á 8 yfir pari 224 höggum (76 74 74) og varð í T-9 í einstaklingskeppninni, þ.e. deildi 9. sætinu með Osrich Schlenkrich í liði Arkansas State.

Hann var á besta heildarskori Nicholls State, sem varð í 6. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á ASU Fall Beach Classic  SMELLIÐ HÉR:

Þetta er lokamót Andra Þór og félaga í Nicholls State á haustönn og næsta mót er ekki fyrr en 23. febrúar í Louisiana, á næsta ári, 2015.