Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 11:30

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór lauk leik í 8. sæti í Texas

Andri Þór Bjjörnsson, GR og Geaux Colonels, háskólalið Nicholls State tóku þátt í SHSU Harold Funston mótinu sem fram fór í Ravens Nest Golf Club í Huntsville, Texas.

Mótið stóð dagana 6.-7. október 2014 og lauk í gær. Þátttakendur voru 48 frá 9 háskólum.

Andri Þór stóð sig best af liðsfélögum sínum í Nicholls State, lék á samtals 217 höggum (74 72 71) og hafnaði í 8. sæti í einstaklingskeppninni,  sem hann deildi ásamt einum öðrum, Nicolas Platret úr Texas-Pan American háskólanum.

Nicholls State varð í 7. sæti í liðakeppninni.

Sjá má að Nicholls State er afar stolt af Andra Þór en í blaðagrein á skólavefnum segir að þetta sé annar topp-10 árangur Andra Þórs á keppnistímabilinu. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Andra Þórs og félaga er 20. október n.k. í Louisiana.

Til þess að sjá lokastöðuna á Harold Funston mótinu í Texas SMELLIÐ HÉR: