Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2022 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea varð T-13 í The Show

Andrea Bergsdóttir, GKG og félagar í Colorado State tóku þátt í The Show at Spanish Trail í Las Vegas, Nevada.

Mótið fór fram dagana 14.-15. febrúar 2022 í Spanish Trail CC.

Þátttakendur voru 84 frá 16 háskólum.

Andrea varð T-13 í einstaklingskeppni með skor upp á 5 yfir pari, 221 högg (72 72 77).

Þetta er í 3. sinn í röð nú í ár sem hún er í topp-20 í háskólamótum, sem hún spilar í, sem er fínn árangur og er fjallað um hann á vefsíðu skólans – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna í The Show með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Andreu og félaga í Colorado State er 10. -12. mars n.k. í Arizona.