Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2023 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea T-28 á FAU Paradise Inv.

Andrea Bergsdóttir og félagar í Colorado State tóku þátt í FAU Paradise Inv., dagana 6.-7. febrúar 2023.

Mótið fór fram í Osprey Point golfklúbbnum (á Raven og Falcon völlunum) í Boca Raton í Flórída.

Þátttakendur voru 75 frá 14 háskólum.

Andrea varð T-28; lék á samtals á 3 yfir pari, 219 höggum (77 71 71) og má segja að upphafshringurinn hafi eyðilagt annars gott skor hjá henni og það eina sem kom í veg fyrir að hún yrði meðal efstu 10 í einstaklingskeppninni.

Í liðakeppninni varð Colorado State T-10.

Sjá má lokastöðuna á FAU Paradise Inv með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Andreu og félaga er 27. febrúar í Kaliforníu.