Saga Traustadóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2019 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea og Saga hefja keppni í Las Vegas í dag

Andrea Bergsdóttir, GKG og Saga Traustadóttir, GR og félagar í Colorado State hefja keppni í dag á Las Vegas Collegiate Showdown í dag.

Andrea Bergsdóttir, GKG.

Mótið stendur 27.-29. október 2019 og er það síðasta hjá Colorado State á haustönn – Mótsstaður er Boulder Creek golfstaðurinn í Las Vegas, Nevada.

Allir eru ræstir út á sama tíma kl. 12.00 á staðartíma, sem er u.þ.b. kl. 19:00 að okkar tíma hér á Íslandi.

Þátttakendur í mótinu eru 96 frá 18 háskólum.

Fylgjast má með gengi þeirra Andreu og Sögu með því að SMELLA HÉR: